CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

13. febrúar 2025

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Eins og margir kannski vita er 19.maí er alþjóðlegur IBD dagur og tákn hans er fjólublá slaufa. IBD    ( Inflammatory Bowel disease) er notað sem samheiti yfir langvinna bólgusjúkdóma í meltingarvegi; Crohn´s sjúkdóm og Colitis Ulcerosa. Rúmlega 50 lönd í 5 heimsálfum taka þátt í deginum með ýmsum hætti til að vekja athygli á sjúkdómunum, hvetja til rannsókna og styðja við yfir 10 milljón manns sem lifa með IBD í heiminum í dag.  Til að skapa vitundarvakningu standa CCU samtökin fyrir netherferð í maí mánuði og hvetjum við alla til að vera dugleg að deila færslunum svo útbreiðslan verði sem mest.  Að auki birtast auglýsingar þann 19. maí, bæði í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Við þökkum kærlega öllum sem tóku þátt í verkefninu; félögum CCU sem mættu í myndatöku, Kristvini myndasmið í E8 og ekki síst strákunum í Webmodesign sem settu upp herferðina á fésbókinni og gáfu alla sína vinnu við verkefnið !