Eins og margir kannski vita er 19.maí er alþjóðlegur IBD dagur og tákn hans er fjólublá slaufa. IBD ( Inflammatory Bowel disease) er notað sem samheiti yfir langvinna bólgusjúkdóma í meltingarvegi; Crohn´s sjúkdóm og Colitis Ulcerosa. Rúmlega 50 lönd í 5 heimsálfum taka þátt í deginum með ýmsum hætti til að vekja athygli á sjúkdómunum, hvetja til rannsókna og styðja við yfir 10 milljón manns sem lifa með IBD í heiminum í dag. Til að skapa vitundarvakningu standa CCU samtökin fyrir netherferð í maí mánuði og hvetjum við alla til að vera dugleg að deila færslunum svo útbreiðslan verði sem mest. Að auki birtast auglýsingar þann 19. maí, bæði í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Við þökkum kærlega öllum sem tóku þátt í verkefninu; félögum CCU sem mættu í myndatöku, Kristvini myndasmið í E8 og ekki síst strákunum í Webmodesign sem settu upp herferðina á fésbókinni og gáfu alla sína vinnu við verkefnið !