Næsti fræðslufundur CCU verður fimmtudagskvöldið 11. apríl og fyrirlesari verður Hrafnhildur Jóhannesdóttir frá KVAN. Hún ætlar að taka fyrir SMART-markmiðasetningu, jákvæða styrkleikanálgun og hvernig er best að haga eftirfylgni. Hún fer yfir leiðir til að setja niður skýr markmið og kennir aðferðarfræði sem eykur líkur á að markmið náist og framtíðarsýnir verði að veruleika. Hrafnhildur kynnir líka styrkleikamiðaða nálgun til að virkja hæfni okkar á jákvæðan hátt og um leið verða virkari í starfi og einkalífi.
Fyrirlesturinn verður eins og áður í sal Vistor Hörgatúni 2, Garðabæ (gengið inn frá Bæjarbrautinni). Drykkir og smá snarl verður í boði og hefst fundurinn kl. 20:00. Við verðum live í umræðuhópnum en vonumst til að sjá sem flesta í sal til að taka þátt í fyrirlestrinum.
Hlökkum til að sjá ykkur