CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

Verður í september

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Næsti fræðslufundur CCU verður fimmtudagskvöldið 11. apríl og fyrirlesari verður Hrafnhildur Jóhannesdóttir frá KVAN. Hún ætlar að taka fyrir SMART-markmiðasetningu, jákvæða styrkleikanálgun og hvernig er best að haga eftirfylgni. Hún fer yfir leiðir til að setja niður skýr markmið og kennir aðferðarfræði sem eykur líkur á að markmið náist og framtíðarsýnir verði að veruleika. Hrafnhildur kynnir líka styrkleikamiðaða nálgun til að virkja hæfni okkar á jákvæðan hátt og um leið verða virkari í starfi og einkalífi.

Fyrirlesturinn verður eins og áður í sal Vistor Hörgatúni 2, Garðabæ (gengið inn frá Bæjarbrautinni). Drykkir og smá snarl verður í boði og hefst fundurinn kl. 20:00. Við verðum live í umræðuhópnum en vonumst til að sjá sem flesta í sal til að taka þátt í fyrirlestrinum.

Hlökkum til að sjá ykkur 🙂