Fræðslufundur CCU og Stómasamtakanna 3. nóvember 2022

Næsti fræðslufundur CCU verður fimmtudagskvöldið 3. nóvember. Fyrirlesari verður Snorri Ólafsson sérfræðingur í meltingarfærasjúkdómum. Hann starfar við sjúkrahúsið Innlanded Gjøvik í Noregi og er einnig fyrrverandi „Associate professor, Loma LInda University Mecical Center“ í Kaliforníu. Fundurinn er sameiginlegur með Stómasamtökunum og verður haldinn í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 1. hæð og hefst kl. 20:00.