Næsti fræðslufundur verður fimmtudagskvöldið 9. nóvember og verður hann á persónulegum nótum. Fyrirlesarar verða Veronika Kristín Jónasdóttir og Sólveig María Ívarsdóttir. Veronika greindist með Crohn´s sjúkdóminn aðeins 16 ára gömul. Hún ætlar að gefa okkur innsýn í sitt líf og segja frá ferð sinni í gegnum lífstílsbreytingar til að taka þátt í eigin bata. Sólveig María er heilsuþjálfi og hún ætlar að fjalla um eigin reynslu, streytustjórnun og áhrif mataræðis og andlegrar vinnu á sjálfsónæmissjúkdóma. Fundurinn verður í sal Vistor Hörgatúni 2, Garðabæ og við verðum einnig "live" í umræðuhópnum.