CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

Verður í september

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

CCU samtökin standa fyrir vitundarvakningu á Facebook frá 1. til 19. maí sem er alþjóðlegur IBD dagur. CCU er aðildarfélag að EFCCA, en það eru regnhlífasamtök 46 samtaka um allan heim sem taka þátt í að vekja athygli á sjúkdómunum með ýmsu móti. Talið er að yfir 10 milljón manns í heiminum, þar af um 3,4 milljónir í Evrópu, séu annaðhvort með Crohns sjúkdóm eða Sáraristilbólgu, oft nefndir IBD.

Í ár viljum við vekja athygli á því, að það á ekki að vera neitt feimnismál að tala um sjúkdómana eða það sem þeim fylgir, þó þeir tengist þörmum, klósettferðum og kúk ! Það er afskaplega mikilvægt að eyða öllum fordómum og sérstaklega gagnvart umræðu um einkenni sem geta valdið því að fólk skammist sín, segi ekki frá og leiti sér ekki aðstoðar. Með þessari vitundarvakningu vonumst við til að opna meira fyrir jákvæða umræðu með upplýstara samfélagi. 💜