CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

11. apríl 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Alþjóðlegur IBD-dagur verður haldinn hátíðlegur í yfir 20 löndum um allan heim. CCU- samtökin munu ekki láta sitt eftir liggja og verða í Smáralindinni 14. maí milli kl. 13-16. Þar verða samtökin sem og sjúkdómarnir kynntir á skemmtilegan máta. Við hvertjum alla til að koma, líta við og sýna stuðning okkar.

Aðalfundur CCU- samtakanna verður haldinn þann 26 maí næstkomandi kl 19:30. Fundurinn verður haldinn í sal Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8.

Dagskrá:

Skýrsla stjórnar

Reikningar lagðir fram til samþykktar

Kosning stjórnar

Kosning, skoðunarmenn reikninga

Ákvörðun um félagsgjald

Önnur mál

Svo eftir aðalfundinn kemur Edda Björgvinsdóttir til með að kítla hláturtaugarnar, með skemmtilegum fyrirlestri um gleði og hamingju. Við viljum endilega hvetja sem flesta félagsmenn til að mæta því nú er komið að því að kjósa í nýja stjórn og það eru 3 sæti laus. Nauðsynlegt er að hafa fullskipaða stjórn til þess að félagið getið haldið áfram að vaxa og dafna.