CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
 • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

11. apríl 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Í byrjun árs var óskað eftir samstarfi við félagsmenn og einstaklinga með greinda sáraristilbólgu að taka þátt í rannsókn á vegum Landsspítala Háskólasjúkrahús. Nú er verið að leita til okkar því það vantar fleirri sjálfboðaliða til að taka þátt.

Þátttaka er skilyrðum háð og mega sjúklingar ekki vera með virkan sjúkdóm, þ.e.a.s. mega ekki vera með bólgur í ristlinum núna. Með öðrum orðum verða að vera í sjúkdómshléi. Sjúklingarnir mega ekki vera á Imurel eða Remicade/Humira en Asacol/pentasa er í lagi.
Þetta getur hentað vel fólki sem hefur verið í bata og vill nota tækifærið og fara í ókeypis reglubundið eftirlit.
Þátttaka í rannsókninni felur í sér ristilspeglun þar sem tekin verða sýni úr slímhúð ristilssins og blóðsýni.
Ristilspeglun er þátttakendum að kostnarlausu og einnig úthreinsunarvökvinn.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í rannsókninni geta haft samband við Magdalenu, tölvupóstur This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 824-5458 eða Einar S Björnsson, tölvupóstur This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 825-3747.