Í byrjun árs var óskað eftir samstarfi við félagsmenn og einstaklinga með greinda sáraristilbólgu að taka þátt í rannsókn á vegum Landsspítala Háskólasjúkrahús. Nú er verið að leita til okkar því það vantar fleirri sjálfboðaliða til að taka þátt.
Þátttaka er skilyrðum háð og mega sjúklingar ekki vera með virkan sjúkdóm, þ.e.a.s. mega ekki vera með bólgur í ristlinum núna. Með öðrum orðum verða að vera í sjúkdómshléi. Sjúklingarnir mega ekki vera á Imurel eða Remicade/Humira en Asacol/pentasa er í lagi.
Þetta getur hentað vel fólki sem hefur verið í bata og vill nota tækifærið og fara í ókeypis reglubundið eftirlit.
Þátttaka í rannsókninni felur í sér ristilspeglun þar sem tekin verða sýni úr slímhúð ristilssins og blóðsýni.
Ristilspeglun er þátttakendum að kostnarlausu og einnig úthreinsunarvökvinn.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í rannsókninni geta haft samband við Magdalenu, tölvupóstur