Á næsta fræðslufundi ætlar Fanney Karlsdóttir, fjögurra barna móðir og flugfreyja að koma til okkar. Hún greindist með Crohn´s árið 1995, þá að verða 25 ára. Hún hefur síðan þá leitað leiða til þess að öðlast heilsu á heildrænan og óhefbundinn hátt, bæði með mataræði og lífsstíl án lyfja. Hún ætlar að segja sína sögu á persónulegum nótum, með einlægu spjalli og svara spurningum eftir bestu getu.
Fanney er nýútskrifuð sem heildrænn heilsumarkþjálfari frá frá Integrative Institute of Nutrition, NY. (Holistic Health Coach – HHC). Skólinn er 20 ára og stærsti sinnar tegundar í heiminum. Hún ákvað að fara í námið vegna brennandi áhuga og ástríðu á heilsu og mataræði og er ekki hægt að segja annað en hún hafi náð frábærum árangri í baráttunni við Crohn´s sjúkdóminn.
Á undan Fanneyju ætlum við að kynna mögulega umsókn CCU í Öryrkjabandalag Íslands.
Fundurinn hefst kl: 19:30 og er í Sal Vistor að Hörgatúni 2, Garðabæ.
Við viljum hvetja alla til að mæta, taka þátt í umræðum og hlusta á Fanneyju segja sína áhugaverðu sögu.
Kaffi verður á könnunni og létt meðlæti.