Í síðasta fréttabréfi frá því í september greindum við frá mögulegri umsókn CCU samtakanna um inngöngu í Öryrkjabandlags Íslands. Á fundi þann 13.sept síðastliðinn kynntum við umsóknina fyrir fundargestum og fengum samþykki fyrir að taka hana til athugunar. Við teljum að aðild að ÖBÍ geti hjálpað okkar félagsmönnum sem eiga í verulegum veikindum og einnig að CCU samtökin geti veitt þeim betri stuðning sem hluti af stærri heild. Umsókn var því skilað inn og þann 1.október síðastliðinn var hún tekin fyrir á framkvæmdastjórnarfundi ÖBÍ. Samþykkt var að leggja hana fyrir á aðalfundi sem fer fram 20.október næstkomandi. Við munum láta félagsmenn vita um niðurstöður fundarins strax og þær berast okkur.