Það er stutt á milli funda hjá okkur núna og fyrsti fræðslufundur CCU utan höfuðborgarsvæðisins verður á Ísafirði fimmtudagskvöldið 22. september kl. 20:00 í grunnskólanum.
Anna Lind Traustadóttir meistaranemi í næringarfræði mun fjalla um hvernig mataræði gæti hentað Crohn´s og Colitis Ulcerosa sjúklingum. Algengt er að einstaklingar breyti mataræði sínu við greiningu og þegar sjúkdómsástand versnar. Þessar breytingar eru oftast í höndum sjúklinganna sjálfra þar sem mjög einstaklingsbundið er hvað hentar hverjum og einum. Þrátt fyrir að ekkert eitt mataræði henti öllum eru almenn atriði sem virðast hjálpa til þegar einkenni aukast. Markmiðið er að bæta þær næringarráðleggingar sem til eru fyrir þennan hóp. Sjúklingar fengju þá betri hugmynd um hvaða breytingar er hægt að gera til að bæta líðan og hvaða þætti er sérstaklega vert að hafa í huga s.s. einstök næringarefni, vítamín og steinefni.
Allir eru velkomnir og ef þið þekkið einhverja á Ísafirði eða í nágrenni sem gætu haft áhuga á þessu málefni, endilega látið þá vita af fundinum.