Náðu árangri !

Næsti fræðslufundur CCU verður fimmtudagskvöldið 4. apríl og er sameiginlegur með Stómasamtökunum.  Að þessu sinni verður fyrirlesari Bjartur Guðmundsson leikari og árangursþjálfi. Hann býður upp á skemmtilega og óvenjulega árangursþjálfun fyrir alla sem vilja öðlast hámarks aðgengi að getu sinni og hæfileikum á hvaða sviði sem er.  Fundurinn verður í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíðinni, 1.hæð til hægri og hefst kl. 20:00.