Sósan er mjög góð með fiski og uppskriftin er fyrir fjóra.
5 dl. vatn
1 fi skiteningur
2 msk. maisenamjöl
1 tsk. sítrónupipar
2 msk. kreistur sítrónusafi
4 msk. saxað dill
Salt eftir smekk
Hitið vatnið að suðu og leysið fiskiteninginn upp. Setjið maisenamjölið í skál og hrærið það út með smá köldu vatni. Blandið því smám saman í heitt vatnið og hrærið stöðugt í. Látið sjóða í 3 min. Setjið sítrónusafann og piparinn úti, saltið eftir smekk og bætið dillinu síðast í.