Í eldri rannsóknum kom fram að sáraristilbólgunni tengdist verulega aukin hætta á krabbameini í ristli og endaþarmi. Frá seinni árum eru hins vegar fyrirliggjandi niðurstöður úr fjölmennum dönskum rannsóknum sem sýna ekki aukna krabbameinstíðni í ristli og sýna ekki fram á aukna dánartíðni meðal sjúklinga með sáraristilbólgu. Í undirhópi sjúklinga með sáraristilbólgu var þó hægt að sýna fram á örlítið aukna hættu á frumubreytingum og krabbameini. Það á við um sjúklinga sem fá sjúkdóminn ungir (yngri en 15 ára), sjúklinga með útbreiddan sjúkdóm (í öllum ristlinum) og sjúklinga sem einnig eru með bólgusvörun í gallvegum. Í kjölfarið hefur verið gerður fjöldi rannsókna þar sem árangur reglulegs eftirlits með holsjárskoðun hefur verið metinn. Ekki hefur verið staðfest hækkuð dánartíðni hjá sjúklingum með útbreidda sáraristilbólga og ennþá liggja engar upplýsingar fyrir sem styðja reglulegt eftirlit með rannsóknum. Á Íslandi er sjúklingum með vinstri ristilbólgu eða meiri útbreiðslu boðið upp á reglulegt eftirlit 8‑12 árum eftir upphaf sjúkdómsins. Hins vegar ætti að framkvæma holsjárskoðun á ristli (ristilspeglun) við endurkomu sjúkdómsvirkni eða ef einkenni breytast hjá fólki með langvarandi sjúkdóm.