Á hálfri öld hefur tíðni sáraristilbólgu farið vaxandi. Orsakirnar er ekki þekktar, en þar sem genasamsetning þjóða breytist ekki verulega á svo skömmum tíma er álitið að aukningin endurspegli nýtilkomna umhverfisþætti og breytingar á vestrænum lifnaðarháttum.
Tengsl milli tóbaksreykinga og bólgusjúkdóma í þörmum eru vel staðfest. Tóbaksreykingar auka áhættu á Crohns-sjúkdómi en hið gagnstæða á við um tengsl reykinga og sáraristilbólgu. Þannig eru tengsl milli nýgreiningar sáraristilbólgu og þess að reykingum sé hætt og algengara er að þeir sem ekki reykja fái sjúkdóminn. Niðurstöður sænsk-danskrar rannsóknar á tvíburum var á þann veg að minnkun áhættu á sáraristilbólgu var með þætti 0,2‑0,4 hjá tvíburum sem reyktu samanborið við tvíbura sem ekki reyktu. Orsakir þess að reykingar hafa verndandi áhrif gegn sáraristilbólgu eru ekki þekktar.
Í árafjöld hefur leikið grunur á að efni í fæðunni sem við neytum geti haft áhrif á sjúkdómsvirkni. Það er nærtækast að álíta að innhald mismunandi næringarefna í fæðunni geti haft áhrif á bakteríuflóruna og þar með á bólgusvörun. Hins vegar er skortur á ítarlegum vísindalegum rannsóknum sem sýna fram á að sérstakt mataræði gagnist fólki með sáraristilbólgu. Einstaka rannsókn bendir til þess að fólk með bólgusjúkdóma í þörmum neyti meiri súkrósa og meira af hreinsuðum kolvetnum (unnum). Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á neikvæð áhrif af mikilli fituneyslu. Fituskert mataræði, sem inniheldur aðallega stuttar og meðallangar fitusýrukeðjur ásamt fjölómettuðum fitusýrum (omega‑3, m.a. í fiski og lýsi), getur dregið úr sjúkdómsvirkni bólgusjúkdóma í þörmum.