• Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa
 • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fundur CCU

Verður 16. apríl 2020

Viltu gerast félagi?

Smelltu hér

Nýjasta fréttabréfið

Mars 2020

Líkaðu við okkur

Þjónustver Sjúkratrygginga Íslands

Viljum minna á að þjónustuver Sjúkratrygginga Íslands flutti um sl. áramót í nýtt húsnæði að Vínlandsleið 16 í Grafarholti og er opið alla virka daga frá kl 10-15.  SÍ annast framkvæmd sjúkratrygginga og slysatrygginga og því veitir nýtt þjónustuver á Vínlandsleið þjónustu m.a. vegna:

Móttöku á reikningum vegna heilbrigðisþjónustu

 • Læknishjálpar
 • Tannlækninga
 • Lyfjamála
 • Slysatrygginga
 • Sjúklingatryggingar
 • Hjálpartækja
 • Sjúkradagpeninga
 • Ferðakostnaðar
 • Sjúkra-, iðju- og talþjálfunar
 • Evrópska sjúkratryggingakortsins
 • Endurgreiðslu erlends sjúkrakostnaðar
 • Skráningar í tryggingaskrá við flutning til Íslands

Tryggingayfirlýsinga vegna ferða, flutnings og vinnu milli landa

Sameiginlegur fundur með Stómasamtökunum í kvöld 6.mars

Viljum minna á fræðslufundinn í kvöld 6. mars. Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti að halda fyrirlestur um mataræði og heilsu. Inga er einkaþjálfari og lærði næringarþerapíu í CET, eða Center for Ernæring og Terapi í Danmörku. Hún lauk námi vorið 2006.

Fundarstaður er Skógarhlíð 8, 1. hæð til hægri og hefst fundurinn kl. 20.00. Kaffi verður á könnunni, eitthvað létt og ljúff engt með og vonumst við til að sjá sem flesta.

Skýrslur stjórnar

Við viljum benda á hægt er að nálgast skýrslur stjórnar á heimasíðunni okkar undir flipanum “um samtökin”.

Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur CCU var haldinn 11 feb. síðastliðinn. Mæting var vægast sagt mjög dræm en fundurinn fór engu síður fram eftir áður auglýstri dagskrá. Ný stjórn var kosin og í henni eru Edda Svavarsdóttir, Hrönn Petersen, Sigurborg Sturludóttir, Dagbjört Hildur Torfadóttir og Herdís Eva Hermundardóttir. Hún kemur ný inn í stjórn í staðin fyrir Þuríði Rúrí Valgeirsdóttur sem var að hætta og þökkum við henni kærlega fyrir gott samstarf undanfarin ár. Varamenn eru Hrefna B. Jóhannsdóttir og Björn Hermannsson.

More Articles ...