• Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa
 • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fundur CCU

Verður í september

Viltu gerast félagi?

Smelltu hér

Nýjasta fréttabréfið

September 2019

Líkaðu við okkur

Samkeppni um Lógó fyrir CCU – verðlaun fyrir vinningstillögu

Er ekki kominn tími til að félagið eignist merki ?

Í tilefni af nýrri heimasíðu hafa CCU samtökin ákveðið að standa fyrir samkeppni um merki/lógó fyrir félagið. Merkið verður notað á heimasíðuna,fréttabréf, bæklinga, plaköt og annað efni sem samtökin senda frá sér.

Tillögum skal skila inn fyrir 1. febrúar 2014, merktum :
“SAMKEPPNI CCU”

annað hvort með email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða með landpósti á CCU samtökin heimilisfang félagsins: Pósthólf 5388 125 Reykjavík

Tillögum að merkinu má bæði skila inn á tölvutæku formi sem jpg skrá eða handteiknuðu. Á næsta aðalfundi félagsins sem verður í febrúar 2014, verða veitt verðlaun fyrir fyrsta sætið að upphæð 40.000 kr. Félagið áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum.

Samkeppnin er öllum opin og hvetjum við félagsmenn til að taka þátt. Einnig viljum við biðja ykkur um að hvetja aðra til að senda inn tillögur

Fræðslufundur CCU 19.nóvember næstkomandi

Næsti fundur hjá okkur er þriðjudaginn 19.nóvember í salnum hjá Vistor. Fundurinn byrjar kl: 20:00 og húsið opnar 19:45

Fyrirlesari er Anna Sigríður Pálsdóttir Dómkirkjuprestur. Hún ætlar að meðal annars að fjalla um meðvirkni og hvaða áhrif langvinnur sjúkdómur getur haft á fjölskylduna, nýjar hugsanir, ný viðhorf og hvernig við getum sjálf tekist á við lífið í nýjum aðstæðum.
Kaffi verður á könnunni og eitthvað gómsætt með

Fræðslufundur Stómasamtakana í kvöld 3.okt

Stómasamtökin bjóða CCU samtökunum að mæta á fræðslufund um áhrif langvarandi veikinda á maka/fjölskyldu á Skógarhlíð 8 (hús Krabbameinsfélagsins) fimmtud. 3. okt. kl. 20.

Fyrirlesari er Mjöll Jónsdóttir, sálfræðingur.

Matarrannsóknin heldur áfram

Hafin er rannsókn á vegum Rannsóknarstofu í næringarfræði sem er styrkt af Vísindasjóði Landspítala. Markmið rannsóknarinnar er að kanna mataræði og næringarástand hjá sjúklingum með bólgusjúkdóma í meltingarvegi. Mjög lítið er vitað um hvaða hlutverki mataræði gegnir og því erfitt að ráðleggja sértækt mataræði. Niðurstöður gera vonandi mögulegt að fi nna út hvaða fæðuþættir valda versnun einkenna og hvaða mataræði minnkar einkenni sjúklinga með sáraristilsbólgu og Crohn´s sjúkdóm. Þessi rannsókn er hluti af námssverkefni Jónu Bjarkar Viðarsdóttur sem er í meistaranámi í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.

Athugið að þeir sem eru búnir að svara spurningalistanum á LSH (í remicade meðferð) þurfa ekki að mæta aftur.

Eirberg er staðsett uppvið Landspítala á Hringbraut. Ef keyrt er frá Eiríksgötu
inn á plan er Eirberg strax á vinstri hönd. Við verðum með afnot af
kennslustofu nr 103 C.Við biðlum til fólks með Crohn´s og sáraristilsbólgu að mæta á opið hús í Eirbergi Hringbraut stofu 103C  milli kl 16-20 þriðjudaginn 24. september og svara spurningalista um mataræði.

Léttar veitingar í boði

More Articles ...