• Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa
 • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fundur CCU

Verður í september 2020

Viltu gerast félagi?

Smelltu hér

Nýjasta fréttabréfið

Mars 2020

Líkaðu við okkur

Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur CCU var haldinn 11 feb. síðastliðinn. Mæting var vægast sagt mjög dræm en fundurinn fór engu síður fram eftir áður auglýstri dagskrá. Ný stjórn var kosin og í henni eru Edda Svavarsdóttir, Hrönn Petersen, Sigurborg Sturludóttir, Dagbjört Hildur Torfadóttir og Herdís Eva Hermundardóttir. Hún kemur ný inn í stjórn í staðin fyrir Þuríði Rúrí Valgeirsdóttur sem var að hætta og þökkum við henni kærlega fyrir gott samstarf undanfarin ár. Varamenn eru Hrefna B. Jóhannsdóttir og Björn Hermannsson.

Aðalfundur CCU á morgun 11.febrúar

Minnum á aðalfund CCU sem verður á morgun þriðjudag, þann 11.febrúar. Fundurinn verður í sal Vistor að Hörgatúni 2 í Garðabæ og hefst kl. 20.00. Eftir fund kemur Birna Huld Helgadóttir til okkar og kynnir soja brauðgrunn sem hún notar á ýmsa máta, Meðal annars bakar hún vöfflur á staðnum, gefur okkur að smakka á mismunandi brauðgerðum, kexi , sykurlausum sultum og þeir sem vilja geta fengið uppskriftir. Upplagt fyrir þá sem vilja forðast hveiti, sykur og ger.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Aðalfundur CCU 11.febrúar 2014

Þann 11. febrúar næstkomandi er boðað til aðalfundar CCU.

Dagskrá fundarins er samkvæmt 4. grein laga félagsins:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi samtakanna á liðnu tímabili.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
3. Tillaga stjórnar um starfsemi næsta árs.
4. Kosning stjórnar.
5. Kosning varamanna.
6. Kosning skoðunarmanna reikninga.
7. Tillögur sem hafa borist.
8. Ákvörðun félagsgjalds.
9. Önnur mál

Þegar fundi er lokið tekur Birna Huld Helgadóttir við. Hún hefur í nokkur ár tileinkað sér hveiti-, ger- og sykurlaust mataræði. Hún ætlar að kynna fyrir okkur soja-grunn sem hún útfærir á nokkra mismunandi vegu til að fá fjölbreytni í brauðgerðina. Boðið verður upp á smakk á nokkrum gerðum af brauði og vöffl ur verða bakaðar á staðnum úr sömu grunn uppskriftinni.Uppskriftir verða tiltækar og Birna lumar eflaust á nokkrum sniðugum lausnum í matargerðinni.

Fundurinn verður í sal Vistor að Hörgatúni 2, Garðabæ og hefst kl. 20:00. Kaffi verður á könnunni og dásamlegar nýbakaðar heilsuvöfflur.

Samkeppni um Lógó fyrir CCU – verðlaun fyrir vinningstillögu

Er ekki kominn tími til að félagið eignist merki ?

Í tilefni af nýrri heimasíðu hafa CCU samtökin ákveðið að standa fyrir samkeppni um merki/lógó fyrir félagið. Merkið verður notað á heimasíðuna,fréttabréf, bæklinga, plaköt og annað efni sem samtökin senda frá sér.

Tillögum skal skila inn fyrir 1. febrúar 2014, merktum :
“SAMKEPPNI CCU”

annað hvort með email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða með landpósti á CCU samtökin heimilisfang félagsins: Pósthólf 5388 125 Reykjavík

Tillögum að merkinu má bæði skila inn á tölvutæku formi sem jpg skrá eða handteiknuðu. Á næsta aðalfundi félagsins sem verður í febrúar 2014, verða veitt verðlaun fyrir fyrsta sætið að upphæð 40.000 kr. Félagið áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum.

Samkeppnin er öllum opin og hvetjum við félagsmenn til að taka þátt. Einnig viljum við biðja ykkur um að hvetja aðra til að senda inn tillögur

More Articles ...