Aðalfundur CCU Samtakanna var haldinn þann 26. maí síðastliðinn. Fundarstjóri var kjörin Berglind G. Beinteinsdóttir og Hrönn Petersen fundarritari. Á dagskrá voru hefðbundinn aðalfundarstörf. Katrín Jónsdóttir þáverandi formaður fór yfir skýrslu stjórnar og Edda gjaldkeri fór yfir reikninga samtakanna fyrir síðasta starfsár og voru þeir samþykktir. Tillaga stjórnar um að árgjald félagsins yrði óbreytt eða kr. 2.000 á ári var samþykkt. Því miður tókst ekki að fylla í öll sæti stjórnar en eftirfarandi voru kjörnir í stjórn:
Edda Svavarsdóttir, formaður
Hrönn Petersen, gjaldkeri
Berglind G. Beinteinsdóttir, meðstjórnandi.
Í varastjórn voru kjörnar þær:
Svala Sigurgarðarsdóttir
Hrefna Jóhannsdóttir
Endurskoðendur:
Þórey Matthíasdóttir
Emil Birgir Hallgrímsson.
Eftir aðalfundinn var Edda Björgvinsdóttir með stórskemmtilegan fyrirlestur um húmor og heilsu og minnti fundarmenn á mikilvægi endorfins, dopamins, Oxytosin og Seratonin til að styrkja ónæmiskerfið. Nokkrar leiðir til að auka þessi hormóní líkamanum er t.d. með hreyfingu, raddbeitingu, hlátri, listsköpun og gera góðverk. Á heimasíðu Eddu eddabjorgvins.is má finna efni sem er til þess fallið að koma sér í gott skap og uppskrift að daglegum gleðiæfingum.