CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
 • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

Tilkynnt síðar

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Þann 14 maí síðastliðinn héldu CCU samtökin upp á alþjóðlegan IBD dag. Þetta var í fyrsta skiptið sem við tókum þátt og ákvað stjórninn að reyna gera eitthvað sem myndi vekja athygli á málstað okkar. Við mættum í Smáralindina um hádegið á laugardeginum og hlóðum upp smá “klósettpappírsfjalli” sem Papco gaf samtökunum og erum við mjög þakklát fyrir þann stuðning. Við vorum þarna fram eftir degi, dreifðum bæklingum og klósettrúllum til fólks og reyndum með því að vekja athygli þeirra á sjúkdómunum og samtökunum.