Nýtt fréttabréf er komið út. það má finna undir fræðsluefni – fréttabréf. Fundir vetrarins eru ekki alveg komnir á hreint en það er búið að dagsetja tvo fundi og verða þeir haldnir að Skógarhlíð 8 1. hæð kl 19:30.
Fundirnir verða sameiginlegir með Stóma samtökunum verður sá fyrsti haldinn þann 3.nóv og verður fyrirlesari og fundarefni tilkynnt siðar.
Á fundi 1. mars 2012 verða tveir fyrirlesarar, lyflæknir og skurðlæknir. Fjallað verður meðal annars um valkosti sjúklinga, meðferðarúrræði og nýjungar í lyfjum.