CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

14. nóvember 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Þann 29. mai síðastliðinn var aðalundur CCU haldinn. Tveir stjórnarmenn voru að hætta í stjórn og viljum við nota tækifærið og þakka þeim kærlega fyrir gott og skemmtilegt samstarf undanfarin ár og vel unnin störf fyrir félagið !!

Mæting á aðalfundinn var hinsvegar mjög dræm og náðist ekki að skipa fulla stjórn. Ef það eru einhverjir félagsmenn sem hafa áhuga á að starfa í stjórn eða vilja koma að einstökum verkefnum, endilega hafið samband við okkur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

En þótt við höfum ekki náð að fullskipa stjórnina, erum við ekkert að leggja árar í bát. Við erum í samstarfi við Stómasamtökin með fundahaldog erum með aðstöðu í litlum fundarsal á 1. hæð að Skógarhlíð 8 (hús Krabbameinsfélagsins). Meðal verkefna vetrarins hjá okkur er að halda áfram að bæta heimasíðuna og vinna úr þeim ábendingum og óskum sem við fengum frá félagsmönnum í úthringiverkefninu.

Vonandi verður þetta góður og skemmtilegur vetur hjá okkur og við hlökkum til að sjá ykkur á fræðslufundunum í Skógarhlíðinni.
Edda Svavarsdóttir