Við minnum á fræðslufundinn sem haldinn verður á fimmtudaginn. Þetta er sameiginlegur fundur með Stóma samtökunum.
Fundarstaður er Skógarhlíð 8, fyrsta hæð til hægri og hefst fundurinn kl: 19:30.
Sálfræðingurinn Kristbjörg Þórisdóttir ætlar að kynna fyrir okkur hugræna atferlismeðferð sem er ein viðurkenndasta og gagnreyndasta meðferðin sem notuð er í dag til þess að takast á við ýmsa erfiðleika í daglegu lífi. Hún mun kynna grundvallaratriði HAM en einnig fjalla almennt um vellíðan frá degi til dags og það er eitthvað sem við öll þurfum á að halda. Kristbjörg starfar sem sálfræðingur á þjónustumiðstöð Breiðholts og er með diplomagráðu í fötlunarfræðum. Hennar starfsreynsla kemur mestmegnis úr málaflokki fatlaðs fólks en hún hefur einnig tekið að sér nokkur
sérverkefni fyrir Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra og fleiri aðila.
Léttar veitingar verða í boði og við hlökkum til að sjá ykkur