CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

Tilkynnt síðar

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Þriðjudaginn 4.desember næstkomandi kemur Fanney Karlsdóttir aftur til okkar og með henni kemur Margrét Alice Birgisdóttir. Hún er með Colitis, fór í sama nám og Fanney og hefur líka verið lyfjalaus í þónokkur ár.

Þær ætla að tala um mataræðið sem þær nota, t.d. hvaða valkosti við höfum aðra en hina hefðbundnu. Hvað við getum sett í staðin fyrir það sem við viljum taka út og þar með gert mataræðið okkar hollara. Þær ætla líka að taka jólamatinn fyrir og verða eflaust með góða kosti fyrir okkur í þeim málum.

Fundurinn verður á sama stað og síðast, í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ og hefst kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:45.

Kaffi verður á könnunni og hollt góðgæti með.

Vonumst til að sjá sem flesta.