Þriðjudaginn 4.desember næstkomandi kemur Fanney Karlsdóttir aftur til okkar og með henni kemur Margrét Alice Birgisdóttir. Hún er með Colitis, fór í sama nám og Fanney og hefur líka verið lyfjalaus í þónokkur ár.
Þær ætla að tala um mataræðið sem þær nota, t.d. hvaða valkosti við höfum aðra en hina hefðbundnu. Hvað við getum sett í staðin fyrir það sem við viljum taka út og þar með gert mataræðið okkar hollara. Þær ætla líka að taka jólamatinn fyrir og verða eflaust með góða kosti fyrir okkur í þeim málum.
Fundurinn verður á sama stað og síðast, í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ og hefst kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:45.
Kaffi verður á könnunni og hollt góðgæti með.
Vonumst til að sjá sem flesta.