CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

14. nóvember 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Ósóttar endurgreiðslur og afgreiðsla lyfjaskírteina hjá Sjúkratryggingum Íslands

Næstu vikuna munu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) setja auglýsingar í loftið undir yfirskriftinni „Átt þú inni endurgreiðslu vegna heilbrigðisþjónustu“ og „Átt þú von á lyfjaskírteini“ þar sem stofnunin mun kynna annars vegar ósóttar endurgreiðslur og hins vegar afgreiðslu lyfjaskírteinis.


Ósóttar endurgreiðslur

Um það bil 19.000 einstaklingar eiga nú inni endurgreiðslu hjá SÍ vegna þess að stofnunin hefur ekki undir höndum bankareikningsnúmer þeirra. Ástæðuna má rekja að einhverju leyti til rafvæðingar afsláttarkortakerfisins. Í dag þurfa einstaklingar síður að skila pappírsreikningum/kvittunum til að sækja endurgreiðslu hjá SÍ og skrá þar afleiðandi ekki alltaf upplýsingar um bankareikninga hjá stofnuninni.
SÍ hvetur því einstaklinga til að kanna stöðu sína í Réttindagátt (mínar síður) á www.sjukra.is. Inni í gáttinni má kanna mögulega inneign undir flokknum „Viðskiptastaðan mín“. Ef inneign er til staðar er hægt að skrá bankareikning sinn í gáttinni undir „Mínar stillingar“ en einnig hvetjum við fólk til að skrá netfang sitt því SÍ sendir tilkynningu á skráð netföng þegar réttindi myndast.
Afgreiðsla lyfjaskírteina

Lyfjaskírteini eru nú alfarið rafræn og apótek sækja upplýsingar til SÍ um tilvist lyfjaskírteinis við lyfjakaup. Einstaklingar geta kannað afgreiðslu umsóknar læknis um lyfjaskírteini í ofangreindri Réttindagátt. Ekki gera sér allir grein fyrir þessu og því munu SÍ auglýsa þetta og hvetja fólk einnig til að skrá netfang sitt í gáttinni og fá þá tilkynningu um að umsókn hafi verið afgreidd.