CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

11. apríl 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Næsti fundur ungliðahreyfingar EFCCA verður í Ljubliana, Slóveníu, dagana 21 til 24 júlí. Dagskrá fundarins er margvísleg, meðal annars hópavinna og fræðsla um starfsemi ungliðahópa víðsvegar um Evrópu, íþróttaleikir, skemmtikvöld og skoðunarferðir um nágrennið. Mikilvægur þáttur í svona fundi er að þar kemur saman ungt fólk frá Evrópu sem öll glíma við svipuð vandamál. Þau kynnast, deila sinni reynslu og kynnast mismunandi aðstæðum og umhverfi .

Þeir sem fara fyrir hönd CCU þurfa að útbúa stutta kynningu og plakat um starfsemi ungliðahópsins hér heima. Öll löndin sem taka þátt í fundinum þurfa að kynna sitt heimafélag og fá til þess 10 mínútur. Ef þið viljið kíkja á EYG hópinn og kynnast krökkunum þá eru þau á:

Fésbókin: “Efcca Youth Group” 

Twitter: @EFCCA Youth Group

CCU greiðir allan fararkostnað og þátttökugjald fyrir tvo aðila Gert er ráð fyrir að farið sé héðan að morgni 21. júlí og heim þann 24. Slóvenska félagið sér um að greiða allan kostnað á staðnum. Við auglýsum hér með eftir tveimur einstaklingum með Crohn´s eða Colitis Ulcerosa, á aldrinum 18 til 30 ára til að fara fyrir hönd ungliðahóps CCU til Slóveníu. Nóg er að verða 18 á árinu og ekki er skylda að vera í ungliðahópnum eða félaginu þegar sótt er um. Þar sem ferðin miðast við að kynnast því hvernig hægt er að halda utan um ungliðastarf í sínu heimalandi, er nauðsynlegt að viðkomandi vilji taka þátt í að efla starfsemi hópsins hér heima eftir ferðina. Umsóknir þurfa að berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi fimmtudaginn 21. apríl 2016. Taka þarf fram fullt nafn, kennitölu og heimilsfang ásamt nokkrum orðum um ykkur sjálf. Hat verður samband við alla umsækjendur eins fljótt og hægt er eftir að umsóknarfresturinn er runninn út.