Nýtt EFCCA tímarit

Komið er út nýtt EFCCA tímarit þar sem farið er í meðal annars hvað er að gerast í nokkrum af aðildafélögum EFCCA. Lítillega er rætt um IBD daginn sem er 19.maí og hvað nokkur aðildafélög ætla að gera í tilefni dagsins en í ár er markmiðið að lýsa einhverja þekkta staði eða byggingar í fjólubláum lit (Hafmeyjan í Kaupmannahöfn, Niagara fossar í Bandaríkjunum og fleira). Rætt er um þá breytingu sem verður þegar sjúklingur fer úr því að vera barn í heilbrigðiskerfinu og yfir í að fara í fullorðins heilbrigðiskerfið, farið yfir mögulega ný meðferðarúrræði fyrir sjúklinga og fleira.