CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
 • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

Tilkynnt síðar

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Það eru 36 lönd í fjórum heimsálfum sem taka þátt í því að halda upp á 19.maí sem er aþjóðlegur IBD dagur. Þemað í ár er að lýsa upp byggingar eða þekkt kennileiti með fjólubláu ljósi og þar á meðal eru Niagarafossarnir, skakki turninn í Pisa og litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn. Vegna þess hve bjart er orðið á kvöldin hjá okkur ætlum við að nota styttur/listaverk til að vekja athygli á deginum. Nokkrar styttur í Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri og á Ísafirði skarta bolum eða slaufum í tilefni dagsins. Hvetjum við alla sem geta og vilja til að taka sjálfu með þeim eða bara af styttunum  og setja á netið með merkjunum: ‪#‎CCU‬samtökin og #IBDdagurinn

Hér er listi yfir staðsetningar á styttum í bolum eða með slaufur:

Reykjavík:
Tómas Guðmundsson, suðurendi tjarnarinnar
Fjórar fígúrur við Perluna
Héðinn Valdimarsson við Hringbraut/Hofsvallagötu
Stytta við þvottalaugarnar í Laugardalnum
Gísli Halldórsson við Íþróttamiðstöðina í Laugardalnum
Jón Sigurðsson við Austurvöll
Ingólfur Arnarson Arnarhóli
Par í Bankastræti
Vatnsberinn við Bernhöftstorfu
Leifur heppni Hallgrímskirkja
Steinkarl með skjalatösku við tjörnina (Iðnó)

Hafnarfjörður:
Listaverk fyrir framan Súfistann, Strandgötu
Maður fyrir framan Gamla Vínhúsið

Ísafjörður:
Tvær styttur, maður og kona, við Sundhöllina

Akureyri:
Systurnar, í gilinu
Sigling, listaverk við göngustíginn við Drottingarbraut