CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

11. apríl 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Búið er að ákveða næsta hitting ungliðahópsins og verður  hann haldinn miðvikudaginn 25. maí kl. 20 og verður þá gert  eitthvað sem hópurinn hefur ekki áður gert, en það er að  skella sér í bogfimi í Bogfimisetrinu. Sá hittingur verður sá  síðasti fyrir sumarfrí og vonumst við því til að sjá sem flesta  þar. Hægt verður að nálgast nánari upplýsingar ásamt því að  skrá sig á fundinn í gegnum fésbókarsíðu ungliðahópsins,  Ungliðahópur CCU. Við viljum minna á að þátttakendur  þurfa ekki að greiða fyrir þátttöku í ungliðafundunum og er  því bogfimin frí fyrir alla sem mæta.