CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin

Næsti fræðslufundur CCU

Verður í september

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Brokkólíbaka
  • 2 msk. ósaltað smör
  • 2 laukar, saxaðir
  • 300 gr. af brokkólí, skorið í smáa bita
  • 1 tsk. salt
  • 6 egg
  • 400 ml rjómi
  • Múskat á hnífsoddi
  • Cayenne-pipar á hnífsoddi
  • 200 gr. rifinn ostur
Aðferð:
  1. Hitið ofninn í 180 gráður og setjið ofngrindina í miðjan ofninn. Smyrjið 20 sm breiðan bökudisk (eða eldfast mót) með smjöri.
  2. Bræðið smjörið á stórri pönnu á miðlungs hita og steikið laukinn. Hrærið reglulega í þar til laukurinn er orðinn mjukur og gagnsær, eða í um fjórar mínútur. Passið ykkur að brúna laukinn ekki. Bætið því næst brokkólí við, ¼ tsk. af salti og 100 ml af vatni. Hækkið hitann örlítið og eldið þar til brokkólíið er orðið al dente og vatnið hefur gufað upp.
  3. Í stórri skál skal píska eggjunum saman við rjómann, múskatið og afganginn af saltinu, auk cayenne-piparsins.
  4. Setjið brokkólíið og laukinn á botninn á disknum/eldfasta mótinu. Sáldrið ostinum yfir og hellið því næst eggjablöndunni yfir ostinn.
  5. Bakið í klukkutíma eða þar til eggjablandan er elduð og yfirborðið er orðið gullinbrúnt. Látið standa í tíu mínútur áður en þið berið fram.