CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
 • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

Í apríl 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Kjúklingaofnréttur með pasta og brokkólí
 • 500 g kjúklingabringa, skorin í bita
 • 1 msk hvítlauksolía
 • Pasta, gluten frítt
 • 260g brokkólí, niðurskorið
 • 250g kent, japanskt grasker, skorið í teninga
 • EÐA skipta því út fyrir annað grænmeti t.d. eggaldin
 • 60g smjör
 • 37g hveiti, gluten frítt
 • 255 ml kjúklingasoð (skoða innihald)
 • 255 ml mjólk, laktósafrí
 • 120g mozzarella ostur, rifinn

 

Aðferð:

 • Hitið ofninn í 180°C og smyrjið eldfast mót. 
 • Hitið olíu á stórri pönnu og steikið kjúklingabitana í 6 mínútur eða þar til þeir eru eldaðir. Leggið til hliðar.
 • Sjóðið pasta og fylgið leiðbeiningum á umbúðunum. Þegar 1-2 mín er eftir af suðutíma er grænmetinu bætt við og það léttsoðið með pastanu. Þegar pastað er tilbúið er vatninu hellt af en pastað og grænmetiið sett aftur í pottinn.
 • Bræðið smjörið á meðalhita, bætið hveitinu rólega við og hrærið stöðugt í blöndunni. Bætið kjúklingasoðinu og mjólkinni við. Hrærið stöðugt þar til blandan þykknar. Setjið helminginn af mozarella ostinum út í og hrærið þar til hann er bráðinn.
 • Hellið ostablöndunni í pottinn yfir pastað og grænmetið.
 • Bætið kjúklingnum við og blandið saman.
 • Hellið öllu yfir í eldfast mót og stráið afgangnum af mozzarella ostinum yfir.
 • Bakið í 25 mín.