Þessi réttur er fyrir 6-8 manns og getur verið sem hliðardiskur eða sem aðalréttur ef bætt er við kjúklingi, rækjum eða hörpudiski. Ekki er mælt með þessum rétti fyrir þá sem eru með mjólkuróþol.
450 gr af fettuccini, soðið
2 msk smjör eða canola olía
2 msk hveiti
1 1/2 bolli matreiðslurjómi
3/4 – 1 bolli léttmjólk
1/4 tsk svartur pipar
3/4 bolli rifi nn parmesan ostur
Sósa:
Meðan pastað sýður, bræðið smjörið á pönnu við vægan hita. Bætið hveitinu út í og hrærið stöðugt í þangað til blandan er samfelld. Bætið við hægt og rólega ( á meðan hrært er ) matreiðslurjómanum og síðan mjólkinni. Látið sjóða. Lækkið hitann og látið malla í 3-5 mínútur.
Hrærið öðru hvoru þangað til að sósan hefur þykknað.
Bætið við pipar og parmesan osti og hrærið þangað til sósan er samfelld. Ef hún er mjög þykk , er hægt að bæta við 1/4 bolla af mjólk.