600 gr fiskflök skorin í hæfilega bita
1 1/2 tsk ferskur sítrónusafi
1 tsk salt
1/2 tsk hvítur pipar
2 dl hrein jógúrt
2 dl léttmjólk
2 eggjarauður
1 msk hveiti
1 dl rifinn gratín ostur
Stillið ofninn á 200°C. Setjið fiskinn í eldfast mót og kreistið úr sítrónunni yfir fiskinn. Saltið og piprið. Hrærið saman jógúrt, mjólk, eggjarauðum og hveiti. Hellið yfir fiskinn og stráið ostinum yfir. Bakið í 20 til 25 min. Berið fram með soðnum kartöflum eða hrísgrjónum, brauði og og fersku salati.
Einn skamtur af gratíni = 230 kcal (970 kJ), 9 gr fita og 0 gr trefjar. Uppskriftabók: Näring & njutning – útgefin af sænsku RMT samtökunum 2001.