Þriðjudaginn 18 maí verður haldinn aðalfundur og fræðslufundur hjá Manni lifandi í Borgartúni 24.
Aðalfundurinn byrjar um kl 19:00, á dagskráinni eru venjuleg aðalfundastörf.
Færðslufundur verður svo í framhaldi og ætlar Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi að vera með fyrirlestur. Hún er mikil áhugamanneskja um heilsufæði og heilbrigt líferni og hvernig fólk getur hjálpað sér sjálft til að ná því markmiði. Hún ætlar meðal annars að fræða okkur um hversvegna það skiptir miklu máli að fara eftir sérstöku lífrænu mataræði og mikilvægi sérstaka bætiefna, hvað er slæmt við kemísk gerviefni sem safnast fyrir í líkamnum og hvernig er hægt að losa sig við þau.