CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin

Til að greina virkni sjúkdómsins hafa verið þróaðir mismunandi mælikvarðar sem grundvallast á einkennum, niðurstöðum blóðrannsókna og/eða holsjárskoðunar. Ný samantekt lýsir 22 mismunandi aðferðum til að meta alvarleikastig sáraristilbólgu.

Mælikvarðarnir eru sjaldan notaðir þegar verið er að fást við sáraristilbólgu dagsdaglega og eru fyrst og fremst notaðir í læknisfræðilegum rannsóknum, þar sem þörf er á að meta hlutlægt alvarleikastig sjúkdómsins. Almennt, þegar verið er að meta sjúkdómsvirkni hjá fólki með sáraristilbólgu, er farið eftir einkennum, niðurstöðum blóðrannsókna og jafnvel holsjárskoðunar. Hækkun CRP og orosómukóíðs-gilda bendir til verulegra bólguviðbragða í þarmaslímhúðinni. Ef vafi leikur á sjúkdómsvirkni, alvarleikastigi sjúkdómsins eða útbreiðslu hans er framkvæmd holsjárskoðun á ristli (ristilspeglun). Þarmaslímhúðin er eðlileg í sjúkdómshléi og þegar sjúkdómurinn er virkur sést aukinn roði, sáramyndun og blæðing. Niðurstöður mats á sjúkdómsvirkni eru lagðar til grundvallar þegar verið er að ákveða hvort hefja á lyfjameðferð eða breyta um lyf.