• Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa
 • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fundur CCU

Verður í september 2020

Viltu gerast félagi?

Smelltu hér

Nýjasta fréttabréfið

Mars 2020

Líkaðu við okkur

Join the Fight against IBD!

Þann 15.febrúar síðastliðinn var haldin ráðstefna í Barcelona á Spáni sem bar nafnið “Join the fight against IBD” Tilefnið var að vekja almenna athygli og sameina raddir þeirra fjöldamörgu einstaklinga í heiminum sem eru með IBD eða bólgusjúkdóma í meltingarfærum. Einnig var tilgangurinn að leggja enn meiri áherslu á nauðsyn þess að finna lækningu, því í Evrópu einni er talið að meir en 2,2 milljónir manna séu með sjúkdómana. Efcca, sem eru regnhlífasamtök með félaga frá 26 löndum í Evrópu, þar á meðal Íslandi og ECCO, samtök meltingarsérfræðinga í Evrópu stóðu að ráðstefnunni. Fjórum aðilum frá öllum þessum löndum og nokkrum utan evrópu, m.a. Bandaríkjunum og Kína, var boðið að taka þátt og fóru tveir aðilar frá Íslandi, einn frá CCU-samtökunum og blaðamaður frá Morgunblaðinu. Sunnudaginn 26.febrúar birtist síðan umfjöllun og viðtöl á mbl.is sem afrakstur þessarar ferðar og hér er tengill á greinina.

Sjúkdómurinn ekkert feimnismál

Fræðslufundur 1.mars

Við minnum á fræðslufund 1. mars næstkomandi með Tryggva og Kjartani Örvar. Þeir ætla m.a. að fjalla um nýjungar í lyfjum og meðferðum. Fundurinn verður að Skógarhlíð 8, 1.hæð til hægri. Húsið opnar 19:30 og fundurinn byrjar kl. 20:00

Hráfæði

Ég greindist með Crohn’s síðla árs 2004, þá 16 ára gamall. Ég hóf strax lyfjameðferð við sjúkdómnum sem gekk ágætlega. Lyfin hættu þó að virka 2 árum seinna en þá var skipt yfir í annað lyf, Remicade.
Þrátt fyrir að Crohn’s sé meltingarsjúkdómur telja almenn læknavísindi enn að mataræði skipti litlu sem engu máli í þróun hans og því hélt ég áfram að borða nokkurn veginn það sem mig langaði í.
Það var svo ekki fyrr en sumarið 2011 að ég fór sjálfur að pæla í mataræðinu og tók að viða að mér ýmsum upplýsingum. Ég kynnti mér málið vel og tók svo ákvörðun um að hætta að taka lyf og breyta í staðinn algjörlega um mataræði í von um að vinna bug á þessum hvimleiða sjúkdómi.
Ég ákvað svo að blogga um allt ferlið svo aðrir gætu notið góðs af reynslu minni.

veganmatur.blogspot.com

Kveðja,
Arnar

Vinsamlegast athugið að nýlega birtist viðtal við Arnar á visir.is það má sjá hér Viðtal Arnar

Reynslusögur

Við auglýstum fyrir stuttu eftir reynslusögum félagsmanna og okkur hafa strax borist tvær sögur.  Þær eru vistaðar undir flipanum „Reynslusögur“ og eru nafnlausar.  Vonumst við auðvitað eftir fleiri sögum frá félagsmönnum.  Þær mega vera um hvað sem er, bæði stórt og smátt.  Við erum öll með reynslu í því að fást við allskyns vandamál sem gætu nýst öðrum vel í daglegu lífi.

More Articles ...