• Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa
 • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fundur CCU

Verður 25. febrúar 2020

Viltu gerast félagi?

Smelltu hér

Nýjasta fréttabréfið

Nóvember 2019

Líkaðu við okkur

TAKK FYRIR FRÁBÆRAN STUÐNING !

CCU samtökin þakka kærlega öllum þeim sem styrktu félagið í Reykjavíkurmaraþoninu síðasta laugardag. 18 manns hlupu og 133 áheit bárust sem gera samtals 310.000 krónur. 

Frábært framtak og við erum ofboðslega þakklát fyrir stuðninginn.

Reykjavíkurmaraþonið

Nú styttist óðum í Reykjavíkurmaraþonið og það eru níu einstaklingar búnir að skrá sig til leiks fyrir CCU samtökin. 

Fjólubláir bolir merktir CCU standa ykkur til boða og best er að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingum um stærðir og heimilisfang og fá senda boli í pósti.

Okkur í stjórninni finnst alltaf jafn frábært að fá þennan styrk og stuðning frá hlaupurum og stuðningsfólki og ekki síst fyrir það að vekja athygli á samtökunum og stuðla með því að almennri vitund um sjúkdómana.  

Þökkum við kærlega fyrir stuðninginn og gangi ykkur vel!

Ungliðafundur í Bogfimisetrinu

Búið er að ákveða næsta hitting ungliðahópsins og verður  hann haldinn miðvikudaginn 25. maí kl. 20 og verður þá gert  eitthvað sem hópurinn hefur ekki áður gert, en það er að  skella sér í bogfimi í Bogfimisetrinu. Sá hittingur verður sá  síðasti fyrir sumarfrí og vonumst við því til að sjá sem flesta  þar. Hægt verður að nálgast nánari upplýsingar ásamt því að  skrá sig á fundinn í gegnum fésbókarsíðu ungliðahópsins,  Ungliðahópur CCU. Við viljum minna á að þátttakendur  þurfa ekki að greiða fyrir þátttöku í ungliðafundunum og er  því bogfimin frí fyrir alla sem mæta.

Alþjóðlegi IBD dagurinn 19.maí

Það eru 36 lönd í fjórum heimsálfum sem taka þátt í því að halda upp á 19.maí sem er aþjóðlegur IBD dagur. Þemað í ár er að lýsa upp byggingar eða þekkt kennileiti með fjólubláu ljósi og þar á meðal eru Niagarafossarnir, skakki turninn í Pisa og litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn. Vegna þess hve bjart er orðið á kvöldin hjá okkur ætlum við að nota styttur/listaverk til að vekja athygli á deginum. Nokkrar styttur í Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri og á Ísafirði skarta bolum eða slaufum í tilefni dagsins. Hvetjum við alla sem geta og vilja til að taka sjálfu með þeim eða bara af styttunum  og setja á netið með merkjunum: ‪#‎CCU‬samtökin og #IBDdagurinn

Hér er listi yfir staðsetningar á styttum í bolum eða með slaufur:

Reykjavík:
Tómas Guðmundsson, suðurendi tjarnarinnar
Fjórar fígúrur við Perluna
Héðinn Valdimarsson við Hringbraut/Hofsvallagötu
Stytta við þvottalaugarnar í Laugardalnum
Gísli Halldórsson við Íþróttamiðstöðina í Laugardalnum
Jón Sigurðsson við Austurvöll
Ingólfur Arnarson Arnarhóli
Par í Bankastræti
Vatnsberinn við Bernhöftstorfu
Leifur heppni Hallgrímskirkja
Steinkarl með skjalatösku við tjörnina (Iðnó)

Hafnarfjörður:
Listaverk fyrir framan Súfistann, Strandgötu
Maður fyrir framan Gamla Vínhúsið

Ísafjörður:
Tvær styttur, maður og kona, við Sundhöllina

Akureyri:
Systurnar, í gilinu
Sigling, listaverk við göngustíginn við Drottingarbraut

Nýtt EFCCA tímarit

Komið er út nýtt EFCCA tímarit þar sem farið er í meðal annars hvað er að gerast í nokkrum af aðildafélögum EFCCA. Lítillega er rætt um IBD daginn sem er 19.maí og hvað nokkur aðildafélög ætla að gera í tilefni dagsins en í ár er markmiðið að lýsa einhverja þekkta staði eða byggingar í fjólubláum lit (Hafmeyjan í Kaupmannahöfn, Niagara fossar í Bandaríkjunum og fleira). Rætt er um þá breytingu sem verður þegar sjúklingur fer úr því að vera barn í heilbrigðiskerfinu og yfir í að fara í fullorðins heilbrigðiskerfið, farið yfir mögulega ný meðferðarúrræði fyrir sjúklinga og fleira.

More Articles ...