750gr kjúklingabringur (beinlausar)
1/2 bolli hveiti/spelt
1/2 bolli brauðraspur
2 tsk orginal chicken krydd eða annað kjúklingakrydd
1 tsk hvítlauksduft
1/2 tsk salt
1/4 tsk svartur pipar
1 stórt egg
1/2 bolli léttmjólk, undanrenna eða soya mjólk
Hitið ofninn í 200°C (blástursofn 180°C) . Skerið kjúklinginn í 2 cm breiðar ræmur.
Blandið saman hveiti, brauðrasp, kryddi, salti og pipar í skál.
Hrærið saman mjólk og eggi í aðra skál.
Spreyjið grænmetisolíu á bökunarplötu. Dýfið kjúklingnum í eggjahræruna og svo í raspblönduna og leggið á bökunarplötuna.
Spreyjið létt yfir kjúklinginn með olíunni. Bakið í ca. 20 mín eða þangað til kjúklingurinn er orðinn fallega brúnn og ekki lengur bleikur að innan.
Berið fram með sósu að eigin vali.
Dæmi um sósu:
Hunangs dijon sósa
3/4 bolli hrein jógúrt eða sýrður rjómi
1/4 bolli Dijon sinnep
1/4 bolli Hunang
1 tsk eplaedik
Hrærið saman og kælið.