200 g Green & black dökkt súkkulaði
200 g ósaltað smjör
3 Omega egg
200 ml Sollu Agave síróp
200 g fínmalað Sollu spelt hveiti
Bræðið saman smjör og súkkulaði í potti og gætið þess að brenna það ekki í botninn, kælið stutta stund. Hrærið saman egg og síróp í 5-10 mínútur eða þar til að það er orðið ljóst og létt. Hellið súkkulaðiblöndunni saman við og stráið hveitinu smám saman út í. Setjið deigið í form. Athugið að sum form þarf að smyrja áður með smá smjöri. Setjið svo í kaldann ofn, stillið hann á 180 C og bakið í 18 mínútur.
Kælið kökuna, stráið flórsykri yfir og berið fram. Gott er að bera kökuna fram með rjóma eða ís.