• Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa
 • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fundur CCU

19. maí

Viltu gerast félagi?

Smelltu hér

Nýjasta fréttabréfið

Maí 2021

Líkaðu við okkur

Fræðslufundur 23.9.2010

Vigtin er ekki mælikvarði á heilbrigði

Halla Heimisdóttir íþrótta og lýðheilsufræðingur mun fræða okkur um lýðheilsu íslendinga fimmtudaginn 23. september í sal Vistor, Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, klukkan 20:00. Boðið verður upp á kaffi og spjall á eftir fyrir þá sem vilja.

Fréttir

Stjórnin hefur hafið störf að nýju eftir sumarfrí.

Ákveðið hefur verið að í vetur verða haldnir fjórir fræðslufundir.
Áætlað er að halda þá í september, nóvember, febrúar og apríl/maí.
Við munum setja upplýsingar um fræðslufundina hér á heimasíðuna.

Heimasíðan hjá CCU hefur fengið góða upplyftingu og nú í dag var að bætast við bókalisti undir Fræðsluefni. Þar ætlum við að benda á bækur sem gætu verið áhugaverðar fyrir félagsmenn. Ef ykkur finnst að eitthvað mætti betur fara á heimasíðunni okkar eða mætti bæta við, endilega hafið þá samband við okkur. Allar ábendingar eru vel þegnar.

Við viljum einnig benda á að nú í september verða sendir út greiðsluseðlar vegna félagsgjalda.

Ný stjórn CCU

Ný stjórn var kosinn á aðalfundi sem var haldin 18. maí síðastliðinn.
Formaður: Katrín Jónsdóttir
Varaformaður: Ingibjörg Konráðsdóttir
Ritari/formaður ungliðahreyfingar: Anna Lind Traustadóttir
Gjaldkeri: Edda Svavarsdóttir
Meðstjórnandi/vefstjórn: Berglind G. Beinteinsdóttir
Varamaður: Hrefna B. Jóhannsdóttir

Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi, hélt mjög áhugaverðan fyrirlestur um heilsufæði og heilbrigt líferni. Við vonumst til að geta birt nokkra punkta frá henni sem fyrst.

Aðalfundur og fræðslufundur

Þriðjudaginn 18 maí verður haldinn aðalfundur og fræðslufundur hjá Manni lifandi í Borgartúni 24.
Aðalfundurinn byrjar um kl 19:00, á dagskráinni eru venjuleg aðalfundastörf.

Færðslufundur verður svo í framhaldi og ætlar Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi að vera með fyrirlestur. Hún er mikil áhugamanneskja um heilsufæði og heilbrigt líferni og hvernig fólk getur hjálpað sér sjálft til að ná því markmiði. Hún ætlar meðal annars að fræða okkur um hversvegna það skiptir miklu máli að fara eftir sérstöku lífrænu mataræði og mikilvægi sérstaka bætiefna, hvað er slæmt við kemísk gerviefni sem safnast fyrir í líkamnum og hvernig er hægt að losa sig við þau.

Fræðslufundur 4.2.2010

Áskoranir, ástir og kynlíf

Þann 4. febrúar 2010 hélt Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur fyrirlestur um áhrif sjúkdóma á kynlíf og náin samskipti (bein og óbein áhrif), helstu áskoranir í sambandi við stóma og CCU í því sambandi og hvað sé til ráða og hvað einkennir gott kynlíf.

Fundurinn var haldin í sal hjá Krabbameinsfélaginu við Skógarhlíð 8. Fundurinn var haldin í samvinnu við Stómasamtök Íslands. Góð mæting var á fundinn enda mjög áhugaverður fyrirlestur hjá Jónu Ingibjörgu

More Articles ...