CCU samtökin hafa gefið út nýjan fræðslubækling sem heitir Sérð þú hvernig mér liður ?. Bæklingurinn er upplýsingarit fyrir skóla um bólgusjúkdóma. Ætlunin er að dreifa honum í alla skóla sem fyrst. Hægt er að skoða bæklinginn hér: Sérð þú hvernig mér líður ? og einnig undir fræðsluefni.
Hrefna Guðmundsdóttir hélt fyrirlestur um hamingjuna þann 4.nóvember síðastliðinn. Hægt er að finna fyrirlestur hennar á pdf formi undir Fræðsluefni.
Næsti fræðslufundur verður haldinn fimmtudagskvöldið 4.nóvember með Stómasamtökunum. Fyrirlesari er Hrefna Guðmundsdóttir félagssálfræðingur. Hún mun fjalla um hamingjuna, að eiga hamingjuríkt líf þrátt fyrir sjúkdóma og vandamál. Hrefna hefur verið að rannsaka hamingjusálfræði í langan tíma og getur vonandi gefið okkur uppskrift að hamingjuríku lífi. Fundurinn verður haldinn í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, gengið inn og til hægri. Húsið opnar kl. 19:30 og fyrirlesturinn hefst kl. 20:00. Léttar veitingar verða í boði og vonumst við til að sjá sem flesta.
Stómasamtök Íslands verða 30 ára þann 16. október 2010. Af því tilefni bjóða samtökin upp á léttar veitingar á afmælisdaginn milli kl. 15 og 18 í húsi Krabbameinsfélags Íslands í Skógarhlíð 8 í Reykjavík.
Allir velkomnir.
Halla Heimisdóttir hélt velheppnaðan fræðslufund síðastliðinn fimmtudag og hægt er að sjá fyrirlestur hennar á pdf formi undir Fræðsluefni. Stefnt verður að halda annan fræðslufund í nóvember, tímasetning kemur síðar.
Vigtin er ekki mælikvarði á heilbrigði
Halla Heimisdóttir íþrótta og lýðheilsufræðingur mun fræða okkur um lýðheilsu íslendinga fimmtudaginn 23. september í sal Vistor, Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, klukkan 20:00. Boðið verður upp á kaffi og spjall á eftir fyrir þá sem vilja.
Stjórnin hefur hafið störf að nýju eftir sumarfrí.
Ákveðið hefur verið að í vetur verða haldnir fjórir fræðslufundir.
Áætlað er að halda þá í september, nóvember, febrúar og apríl/maí.
Við munum setja upplýsingar um fræðslufundina hér á heimasíðuna.
Heimasíðan hjá CCU hefur fengið góða upplyftingu og nú í dag var að bætast við bókalisti undir Fræðsluefni. Þar ætlum við að benda á bækur sem gætu verið áhugaverðar fyrir félagsmenn. Ef ykkur finnst að eitthvað mætti betur fara á heimasíðunni okkar eða mætti bæta við, endilega hafið þá samband við okkur. Allar ábendingar eru vel þegnar.
Við viljum einnig benda á að nú í september verða sendir út greiðsluseðlar vegna félagsgjalda.
Ný stjórn var kosinn á aðalfundi sem var haldin 18. maí síðastliðinn.
Formaður: Katrín Jónsdóttir
Varaformaður: Ingibjörg Konráðsdóttir
Ritari/formaður ungliðahreyfingar: Anna Lind Traustadóttir
Gjaldkeri: Edda Svavarsdóttir
Meðstjórnandi/vefstjórn: Berglind G. Beinteinsdóttir
Varamaður: Hrefna B. Jóhannsdóttir
Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi, hélt mjög áhugaverðan fyrirlestur um heilsufæði og heilbrigt líferni. Við vonumst til að geta birt nokkra punkta frá henni sem fyrst.
Þriðjudaginn 18 maí verður haldinn aðalfundur og fræðslufundur hjá Manni lifandi í Borgartúni 24.
Aðalfundurinn byrjar um kl 19:00, á dagskráinni eru venjuleg aðalfundastörf.
Færðslufundur verður svo í framhaldi og ætlar Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi að vera með fyrirlestur. Hún er mikil áhugamanneskja um heilsufæði og heilbrigt líferni og hvernig fólk getur hjálpað sér sjálft til að ná því markmiði. Hún ætlar meðal annars að fræða okkur um hversvegna það skiptir miklu máli að fara eftir sérstöku lífrænu mataræði og mikilvægi sérstaka bætiefna, hvað er slæmt við kemísk gerviefni sem safnast fyrir í líkamnum og hvernig er hægt að losa sig við þau.