• Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa
 • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fundur CCU

19. maí

Viltu gerast félagi?

Smelltu hér

Nýjasta fréttabréfið

Maí 2021

Líkaðu við okkur

Fræðslufundur 13.september

Við minnum á næsta fræðslufund CCU sem verður haldin þann 13.september. Fundurinn hefst kl: 19:30 og er í Sal Vistor að Hörgatúni 2, Garðabæ.

Uppskeruhátið áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons.

Þriðjudaginn 11. september næstkomandi kl.17:00-18:00 verður haldin uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2012. Það er Íslandsbanki, aðalstyrktaraðili hlaupsins, sem býður góðgerðafélögum, hlaupurum og skipuleggjendum hlaupsins í höfuðstöðvar sínar á Kirkjusandi.

Markmiðið með hátíðinni er að gefa þessum aðilum færi á að hittast og fagna góðum árangri saman. Farið verður yfir tölfræði áheitasöfnunarinnar og fá félögin með sér heim upplýsingar um söfnuð áheit og uppgjör. Boðið verður upp á lifandi tónlist og léttar veitingar.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Kveðja,
Starfsfólk Reykjavíkurmaraþons

Fræðslufundur fimmtudaginn 13.september 2012

Á næsta fræðslufundi ætlar Fanney Karlsdóttir, fjögurra barna móðir og flugfreyja að koma til okkar. Hún greindist með Crohn´s árið 1995, þá að verða 25 ára. Hún hefur síðan þá leitað leiða til þess að öðlast heilsu á heildrænan og óhefbundinn hátt, bæði með mataræði og lífsstíl án lyfja. Hún ætlar að segja sína sögu á persónulegum nótum, með einlægu spjalli og svara spurningum eftir bestu getu.

Fanney er nýútskrifuð sem heildrænn heilsumarkþjálfari frá frá Integrative Institute of Nutrition, NY. (Holistic Health Coach – HHC). Skólinn er 20 ára og stærsti sinnar tegundar í heiminum. Hún ákvað að fara í námið vegna brennandi áhuga og ástríðu á heilsu og mataræði og er ekki hægt að segja annað en hún hafi náð frábærum árangri í baráttunni við Crohn´s sjúkdóminn.

Á undan Fanneyju ætlum við að kynna mögulega umsókn CCU í Öryrkjabandalag Íslands.

Fundurinn hefst kl: 19:30 og er í Sal Vistor að Hörgatúni 2, Garðabæ.

Við viljum hvetja alla til að mæta, taka þátt í umræðum og hlusta á Fanneyju segja sína áhugaverðu sögu.

Kaffi verður á könnunni og létt meðlæti.

Takk fyrir stuðninginn

Nú er Reykjavíkurmaraþonið búið og var metþátttaka þetta árið. Áheitasöfnunin gekk frábærlega vel og hafa safnast meir en 45 milljónir. Það voru 11 manns sem skráðu sig til að hlaupa fyrir CCU og söfnuðu þau 58.000 kr. Þetta er frábært og þökkum við kærlega þessum hressu einstaklingum fyrir framtakið.

Ítrekun – vantar fleirri sjálfboðaliða til að taka þátt í rannsókn um orsakir sáraristilbólgu

Í byrjun árs var óskað eftir samstarfi við félagsmenn og einstaklinga með greinda sáraristilbólgu að taka þátt í rannsókn á vegum Landsspítala Háskólasjúkrahús. Nú er verið að leita til okkar því það vantar fleirri sjálfboðaliða til að taka þátt.

Þátttaka er skilyrðum háð og mega sjúklingar ekki vera með virkan sjúkdóm, þ.e.a.s. mega ekki vera með bólgur í ristlinum núna. Með öðrum orðum verða að vera í sjúkdómshléi. Sjúklingarnir mega ekki vera á Imurel eða Remicade/Humira en Asacol/pentasa er í lagi.
Þetta getur hentað vel fólki sem hefur verið í bata og vill nota tækifærið og fara í ókeypis reglubundið eftirlit.
Þátttaka í rannsókninni felur í sér ristilspeglun þar sem tekin verða sýni úr slímhúð ristilssins og blóðsýni.
Ristilspeglun er þátttakendum að kostnarlausu og einnig úthreinsunarvökvinn.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í rannsókninni geta haft samband við Magdalenu, tölvupóstur This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 824-5458 eða Einar S Björnsson, tölvupóstur This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 825-3747.

More Articles ...