• Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa
 • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fundur CCU

19. maí

Viltu gerast félagi?

Smelltu hér

Nýjasta fréttabréfið

Maí 2021

Líkaðu við okkur

Áheit til styrktar CCU

Í dag eru fjórir hressir hlauparar búnir að skrá sig á www.hlaupastyrkur.is og ætla að hlaupa til styrktar CCU. Það er frábært framtak og hvetjum við fólk til að heita á eitthvert þeirra eða skrá sig til þátttöku í hlaupinu. Hér er slóð inn á síðuna þar sem þau eru skráð og þar smellið þið á þann hlaupara sem þið viljið heita á. Margt smátt gerir eitt stórt. Hlaupastyrkur.is

Reykjavíkurmaraþon 18. ágúst

Þann 18.ágúst fer Reykjavíkurmaraþonið fram. CCU er komið á lista yfi r styrktarfélög á heimasíðu hlaupsins. Ef þið ætlið að taka þátt, eða vinir og vandamenn, viljum við hvetja ykkur til að hlaupa til styrktar CCU samtökunum.

Allur stuðningur er vel þeginn og frekari upplýsingar um maraþonið má fá á Marathon.is

Alþjóðlegi IBD-dagurinn

Á morgun þriðjudaginn 15. maí verður haldið upp á alþjóðlegan IBD-dag í Brussel. Atburðir og uppákomur verða út um allan heim, annaðhvort 15.mai eða 19.mai sem er opinberi alheims IBD dagurinn. Nú ber hann upp á laugardag og þar sem Efcca stendur fyrir þingi í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel var ákveðið að færa atburðinn á virkan dag. CCU var boðið að taka þátt en því miður sáum við okkur ekki fært að taka þátt að þessu sinni, en við stefnum að því að gera betur á næsta ári. Mörg aðildarfélög EFCCA taka þátt í deginum til að vekja athygli á sjúkdómunum og auka almenna þekkingu á þeim. Dagurinn verður með aðeins öðru sniði en í fyrra, en félögin áttu þess kost að leggja eina spurningu fyrir þingmann síns lands á Evrópu þinginu. Allir þátttakendur fá tækifæri til að spyrja og tekur þingið um tvær klukkustundir.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar hér og sjá hvar, hvenær og hvað félög um allan heim eru að gera til að halda uppá daginn. IBD dagurinn

Aðalfundur

Aðalfundur CCU-samtakanna verður haldinn þriðjudaginn 24. apríl næstkomandi kl. 19:30 í sal Vistor að Hörgatúni 2, Garðabæ.

Dagskrá aðalfundar skv. 4. gr. laga félagsins:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi samtakanna á liðnu tímabili.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
3. Tillaga stjórnar um starfsemi næsta árs.
4. Kosning stjórnar.
5. Kosning varamanna.
6. Kosning skoðunarmanna reikninga.
7. Tillögur sem hafa borist.
8. Ákvörðun félagsgjalds.
9. Önnur mál.

Að loknum aðalfundi, eða um kl. 20:30 mun Einar S. Björnsson, yfirlæknir meltingarlækningadeildar á Landspítalanum, vera með fyrirlestur. Hann ætlar að kynna okkur niðurstöður samevrópskrar rannsóknar, m.a. um nýgengi, þróun og tíðni colitis og crohn’s í austur, vs. vestur evrópu.

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti og vonumst við til að sjá sem flesta.

Stjórnin

More Articles ...