Næsti fræðslufundur CCU verður fimmtudagskvöldið 11. apríl og fyrirlesari verður Hrafnhildur Jóhannesdóttir frá KVAN. Hún ætlar að taka fyrir SMART-markmiðasetningu, jákvæða styrkleikanálgun og hvernig er best að haga eftirfylgni. Hún fer yfir leiðir til að setja niður skýr markmið og kennir aðferðarfræði sem eykur líkur á að markmið náist og framtíðarsýnir verði að veruleika. Hrafnhildur kynnir líka styrkleikamiðaða nálgun til að virkja hæfni okkar á jákvæðan hátt og um leið verða virkari í starfi og einkalífi.
Fyrirlesturinn verður eins og áður í sal Vistor Hörgatúni 2, Garðabæ (gengið inn frá Bæjarbrautinni). Drykkir og smá snarl verður í boði og hefst fundurinn kl. 20:00. Við verðum live í umræðuhópnum en vonumst til að sjá sem flesta í sal til að taka þátt í fyrirlestrinum.
Hlökkum til að sjá ykkur
Fyrirlesturinn verður eins og áður í sal Vistor Hörgatúni 2, Garðabæ (gengið inn frá Bæjarbrautinni). Drykkir og smá snarl verður í boði og hefst fundurinn kl. 20:00. Við verðum live í umræðuhópnum en vonumst til að sjá sem flesta í sal til að taka þátt í fyrirlestrinum.
Hlökkum til að sjá ykkur
Fundurinn verður haldinn fimmtudagskvöldið 8. febrúar í sal Vistor, Hörgatúni 2. Hefðbundin aðalfundarstörf eru á dagskrá og boðið verður upp á veitingar og spjall eftir fundinn.
Næsti fræðslufundur verður fimmtudagskvöldið 9. nóvember og verður hann á persónulegum nótum. Fyrirlesarar verða Veronika Kristín Jónasdóttir og Sólveig María Ívarsdóttir. Veronika greindist með Crohn´s sjúkdóminn aðeins 16 ára gömul. Hún ætlar að gefa okkur innsýn í sitt líf og segja frá ferð sinni í gegnum lífstílsbreytingar til að taka þátt í eigin bata. Sólveig María er heilsuþjálfi og hún ætlar að fjalla um eigin reynslu, streytustjórnun og áhrif mataræðis og andlegrar vinnu á sjálfsónæmissjúkdóma. Fundurinn verður í sal Vistor Hörgatúni 2, Garðabæ og við verðum einnig "live" í umræðuhópnum.
EFCCA (European Federation of Crohn´s & Ulcerative Colitis Associations) stendur fyrir könnun í tengslum við þema ársins "IBD spyr ekki um aldur" fyrir alþjóðlega IBD daginn sem var 19.maí. Könnunin er fyrir fólk með IBD sem er 60 ára og eldra og hægt er að velja um 21 tungumál, þar á meðal Íslensku. Hvetjum alla sem geta til að taka þátt.
https://efcca.org/news/survey-people-ibd-aged-60-and-over
https://efcca.org/news/survey-people-ibd-aged-60-and-over
Gleðilegan 1. maí og fjólubláan maí :-) Í dag er fyrsti dagur vitundarvakningarátaks hjá CCU samtökunum í tilefni 19. maí sem er alþjóðlegur IBD dagur. Yfir 10 milljón manns í heiminum lifa með IBD og fjölmörg systursamtök CCU um allan heim, undir merki EFCCA, taka þátt í að vekja athygli á sjúkdómunum.
Að þessu sinni mun sálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, Ragga nagli, heimsækja okkur og tala um mikilvægi þess að nærast og njóta matar í núvitund af sinni alkunnu snilld. Fyrirlesturinn verður í sal Vistor, Hörgatúni 2 og hefst kl. 20.00. Við sendum link á Teams fund á félagsmenn og verðum live í umræðuhópnum. Vonumst samt til að sjá sem flesta í salnum.