• Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa
 • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fundur CCU

19. maí

Viltu gerast félagi?

Smelltu hér

Nýjasta fréttabréfið

Maí 2021

Líkaðu við okkur

1. maí - Atvinna fyrir alla

Hvetjum alla til að taka þátt í 1. maí kröfugöngu Öryrkjabandalagsins. Slagorðið í ár er „Atvinna fyrir alla“ og verður dreift nokkur þúsund höfuðbuffum líkt og í fyrra.

Auk þess verður safnað undirskriftum þar sem skorað er á stjórnvöld að lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Undirskriftunum verður meðal annars safnað á þar til gerða miða sem festir verða á hvert buff.  Krafan um atvinnu fyrir alla er meðal annars tilkomin vegna þess að á síðustu mánuðum hefur það sýnt sig að atvinnulífið er ekkert sérstaklega opið fyrir því að ráða fólk með skerta starfsgetu í vinnu. Gangan hefst kl. 13:30 frá Hlemmi en einnig er hægt að mæta í gönguna á Lækjartorgi eða hitta okkur á Ingólfstorgi.   Sýnum samstöðu og mætum öll !

Ef einhver vill aðstoða við dreifingu buffa og halda utan um gönguna er áætlað að hittast á skrifstofu ÖBÍ Sigtúni 42 kl. 11:30.  Súpa og brauð verður í boði til að stilla saman strengi og safna orku. Skrá þarf þátttöku í súpu til:  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Miðað er við að vera komin á Hlemm kl. 13:00 til að dreifa buffum.

Ungliðafundur Efcca í Finnlandi 16.-19. júlí

Nýtt fréttabréf fyrir apríl mánuð er komið út.  Þar erum við aðallega að kynna næsta evrópufund ungliðahreyfingar Efcca sem verður haldinn í Tampere í Finnlandi 16.-19. júlí.  CCU áætlar að senda tvö ungmenni á aldrinum 18 til 30 ára á fundinn og hvetjum við unga fólkið til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 30 apríl en nánari upplýsingar er að finna í fréttabréfinu.

 

Fræðslufundur 5. mars

Næsti fræðslufundur CCU samtakanna verður haldinn fimmtudagskvöldið 5. mars. Hann er sameiginlegur með Stómasamtökunum og fyrirlesari er Svandís Antonsdóttir. Hún ætlar að segja okkur frá sinni reynslu, var með Colitis, fékk stóma og tók þátt í Ironman fimm mánuðum seinna. Fundurinn verður í Skógarhlíð 8 og hefst kl. 20.00

Aðalfundur CCU 27.janúar

Þriðjudagskvöldið 27. janúar næstkomandi er boðað til aðalfundar CCU og eru hefðbundin aðalfundarstörf á dagskrá 

Þegar aðalfundinum er lokið tekur Jóna Björk Viðarsdóttir við og kynnir fyrir okkur niðurstöður úr MS ritgerð sinni um mataræði og næringarástand IBD einstaklinga.   Hópur af okkar félagsmönnum tók þátt í rannsókninni og verður eflaust fróðlegt að heyra niðurstöðurnar. Fundurinn verður í sal Vistor, Hörgatúni 2, Garðabæ og hefst kl. 20:00.

Fræðslufundur 24. nóvember

Næsti fræðslufundur verður mánudagskvöldið 24. nóvember. Fyrirlesari verður Mjöll Jónsdóttir sálfræðingur. Mjöll hefur meðal annars sérhæft sig í að veita þeim stuðning sem eru að takast á við veikindi, hjóna og parameðferðum, ásamt meðferðum við streitu, kvíða, þunglyndi og verkjum.  Mjöll hefur einnig sótt námskeið og fyrirlestra í heilsusálfræði. Hún snýst m.a. um að afla sér sálfræðilegrar þekkingar til að stuðla að góðri heilsu og koma þannig í veg fyrir sjúkdóma, finna út hverjir eru í mestri hættu að fá sjúkdóma og af hverju og finna út hvers konar hegðun og reynsla leiðir til góðrar eða slæmrar heilsu. Þetta er mjög áhugaverður hluti sálfræðinnar og eitthvað sem flestir geta nýtt sér.

Fyrirlesturinn hefst kl: 20.00 og verður í sal Vistor, Hörgatúni 2, Garðabæ.  Kaffi verður á könnunni og eitthvað gott með.

More Articles ...